Hoppa yfir valmynd
6. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Huginn Freyr Þorsteinsson nýr formaður stjórnar Vinnumálastofnunar

Huginn Freyr Þorsteinsson - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað í stjórn Vinnumálastofnunar. Nýr formaður er Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson.

Huginn er einn eigenda og ráðgjafi hjá Aton.JL. Hann er með doktorsgráðu í vísindaheimspeki frá Bristol-háskóla. Huginn hefur nærri tveggja áratuga reynslu af ráðgjöf, kennslu og greiningarvinnu fyrir opinbera aðila, fyrirtæki, vísindastofnanir og fleiri. Hann hefur unnið fjölmörg ritverk m.a. um vísindi, tæknibreytingar, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Huginn Freyr var formaður nefndar forsætisráðherra um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna.

Aðrir fulltrúar í stjórn Vinnumálastofnunar eru Lilja Birgisdóttir, varaformaður, Halldór Oddsson, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Andri Valur Ívarsson, Hrannar Már Gunnarsson, Guðný Einarsdóttir, Sólveig B. Gunnarsdóttir, Jón Rúnar Pálsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Skipunartími stjórnar Vinnumálastofnunar er til fjögurra ára og skal hún hafa eftirlit með rekstri og starfsemi stofnunarinnar. Stjórninni er meðal annars ætlað að fjalla um og samþykkja starfs- og fjárhagsáætlun Vinnumálastofnunar, auk þess að annast faglega stefnumótun á sviði vinnumarkaðsaðgerða og gera ráðherra grein fyrir atvinnuástandi og árangri vinnumarkaðsaðgerða í lok hvers árs.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum