Hoppa yfir valmynd
22. desember 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir nýja reglugerð um geymslu koldíoxíðs sem nú hefur tekið gildi. Með reglugerðinni er tilskipun um geymslu koldíoxíðs í jörðu að fullu innleidd í íslenskan rétt.

Tilskipunin hafði áður verið innleidd að hluta, með lögum nr. 12/2021, þar sem kveðið var á um setningu reglugerðar sem útlistaði nánar framkvæmd laganna. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um: val á geymslusvæðum fyrir koldíoxíð, starfsleyfi til geymslu, skilyrði fyrir veitingu leyfanna, eftirlit með geymslusvæðunum og aðgang þriðja aðila að þeim, auk fjárhagslegrar tryggingar fyrir starfseminni bæði meðan á henni stendur og eftir að geymslusvæði hefur verið lokað.

Reglugerðin var unnin í nánu samstarfi við eftirlitsstofnun EFTA sem gegnir veigamiklu hlutverki m.a. sem umsagnaraðili áður en starfsleyfi til geymslu koldíoxíðs eru gefin út.

Umhverfisstofnun mun annast útgáfu starfsleyfa til geymslu koldíoxíðs og hafa eftirlit með starfsemi á geymslusvæðum, auk þess sem stofnunin hefur eftirlit með svæðunum eftir að þeim hefur verið lokað.

Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu, nr. 1430/2022

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum