Hoppa yfir valmynd
22. desember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skattar á heimili lækka um sex milljarða króna á næsta ári

Vegna kerfisbreytinga í tekjuskattskerfinu á síðasta kjörtímabili hafa persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskattskerfisins hækkað í takt við verðbólgu og 1% framleiðnivöxt frá árinu 2021. Vegna verðbólgu á árinu sem er að líða hækka skattleysis- og þrepamörk um 10,7% árið 2023. Til samanburðar hafa laun almennt hækkað um u.þ.b. 8% á þessu ári og fyrirséð er að launahækkanir næsta árs verði viðlíka.

Hækkun skattleysis- og þrepamarka umfram launahækkanir felur í sér lækkun skatta á heimili um u.þ.b. 6 ma.kr. á næsta ári. Meðalskatthlutfall einstaklings með 450 þús. kr. í mánaðarlaun lækkar þannig um 1,8 prósentur og 0,9 prósentur hjá einstaklingi með 900 þús. kr. í mánaðarlaun. Ráðstöfunartekjur beggja heimila vaxa þannig um u.þ.b. 100 þús. kr. á ári aðeins vegna skattalækkunarinnar. Hækkun ráðstöfunartekna heimilanna er vitaskuld enn meiri ef vænt hækkun launa á nýju ári er tekin með í reikninginn.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum