Hoppa yfir valmynd
23. desember 2022 Innviðaráðuneytið

700 milljóna króna viðbótarframlag Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2022

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 15. desember um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi á árinu 2022 vegna þjónustu við fatlað fólk.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 1291/2021 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi. Í greiðslu- og rekstraráætlun sjóðsins fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að viðbótarframlög á árinu geti numið allt að 700 milljónum króna.

Útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2021 en Jöfnunarsjóður safnaði á haustdögum ítarlegum gögnum um rekstrarkostnað og -tekjur af málaflokknum. 

Framlagið verður greitt út á næstu dögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira