Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2023 Innviðaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bætt aðgengi blindra og sjónskertra að almenningssamgöngum

Félags- og vinnumarkaðsráðherra og innviðaráðherra undirrituðu í dag, fimmtudaginn 5. janúar samninga við Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, vegna samstarfsverkefnis félagsins og Strætó um innleiðingu á lausn til að bæta aðgengi blindra og sjónskertra að almenningssamgöngum. Um er að ræða innleiðingu á kóða, NaviLens, sem nýttir eru til að lesa upp fyrirfram ákveðnar upplýsingar og munu í tilviki Strætó gagnast til að gefa upp rauntímaupplýsingar um komu næstu vagna. Koma á NaviLens kóðum fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á öllu landinu. Um að ræða byltingu á aðgengi blindra og sjónskertra að almenningssamgöngum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum