Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi​​

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.

Tilkoma þjálfunarsetursins markaði tímamót fyrir flugiðnaðinn hér á landi en með því færðist stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair til landsins. Í dag  fer þjálfun flugmanna félagsins fram í setrinu í flughermum fyrir flugvélar af tegundinni Boeing 757-200, Boeing 737-8 MAX og Boeing 767-300 ER. Þá fer þjálfun flugliða félagsins einnig fram í þjálfunarsetrinu ásamt því að flugmenn erlendra flugfélaga eru sendir til setursins til hljóta þjálfun í flughermunum.

"Þjálfunarsetur Icelandair er tilkomumikið og hefur stórbætt þjálfunarumhverfi flugmanna hér innanlands. Slíkt skiptir flugþjóð og ferðamannaland eins og Ísland miklu máli og eykur alþjóðlega samkeppnishæfni flugiðnaðarins hér á landi. Það eru spennandi og áhugaverðir hlutir að gerast í flugheiminum sem skapa aukin tækifæri fyrir landið til framtíðar" sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

 

  • Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi​​ - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira