Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fléttan: SVAI notar gervigreind til að fækka spítalasýkingum

IGNAS (áður SVAI ehf.) í samstarfi við Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) og Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), hlýtur styrk að upphæð 9 m.kr. úr Fléttunni. Verkefnið felur í sér að innleiða lausn sem snýr að fækkun spítalasýkinga er verða með beinu snertismiti. Lausnin felur í sér hátæknilausn með gervigreindar-hugbúnaði ásamt skýjalausn.  

Markmið verkefnisins er að innleiða fyrstu gervigreindar og hátæknilausn IGNAS ásamt skýjahugbúnaði sem fyrirtækið þróar með LSH og SAk. Hátæknilausnin tengist þráðlausu neti við skýjahugbúnað og nýtir rauntímagögn af fjölda mismunandi óæskilegra atriða sem geta aukið tilfelli spítalasýkinga. Lausnin, sem verður staðsett á mismunandi deildum innan LSH og SAk, safnar gögnum frá hverri uppsettri stöð og birtir notenda upplýsingar í rauntíma auk þess að birta, í rauntíma, gæðamælaborð fyrir stjórnendur gæðasviða. Lausnin gefur möguleika á gæðaeftirliti með staðsetningu atvika, rauntímaíhlutun og kostnaðargreiningum. Fyrir utan aukið álag á starfsfólk og mikinn kostnað heilbrigðiskerfisins vegna spítalasýkinga og meðferðarúrræðis hafa slíkar sýkingar mikil áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Væntur ávinningur verkefnisins er því ekki síður að spara talsverðar fjárhæðir innan heilbrigðiskerfisins heldur einnig vernd sjúklinga.

IGNAS er íslenskt hátæknisprotafyrirtæki sem starfar í heilbrigðistækni og hefur notið stuðnings Tækniþróunarsjóðs til rannsóknar og þróunar. Að baki fyrirtækinu stendur teymi sem hefur víðtæka reynslu af heilbrigðissviði s.s. hátækni og heilbrigðistækni, vöruþróun, verkefnastjórnun og innleiðingu heilbrigðislausna.  

 

Átta verkefnum hefur verið boðið að ganga til samninga um styrki úr Fléttunni. Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins almennt. Áhersla var lögð á að úthluta styrkjum sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu. Styrkveiting er háð því skilyrði að umsækjendur eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir verkefnin átta sem hlotið hafa styrk úr Fléttunni á vef sínum næstu daga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum