Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aukaúthlutun úr safnasjóði

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur samþykkt tillögu safnaráðs um aukaúthlutun úr safnasjóði upp á 17.923.000 krónur fyrir árið 2022.

Úr aukaúthlutuninni var 58 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna.

Heildarúthlutun ársins 2022 úr safnasjóði nemur því 224.413.000 krónum, sem er næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi.

„Með aukaúthlutuninni viljum við styðja enn frekar við starfsemi íslenskra safna sem gegna því mikilvæga hlutverki fyrir menningarlíf og ferðaþjónustu landsins að halda utan um og kynna íslenska menningu og sögu. Það er vel þess virði að heimsækja okkar frábæru söfn um land allt, sem eru eins fjölbreytt og þau eru mörg,” segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Lista yfir alla styrki og styrkþega safnasjóðs árið 2022 má finna á heimasíðu sjóðsins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira