Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Leggja til breytingar á vottorðagerð

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til að gera drög að reglugerð um vottorð, álitsgerðir, faglegar yfirlýsingar og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna, ásamt því að gera tillögur um breytingar á verklagi sem stuðlar að skilvirkari vottorðagerð hefur skilað ráðherra niðurstöðum sínum.

Mikil aukning hefur orðið á fjölda vottorðabeiðna og viðvika heilbrigðisstarfsfólks vegna vinnu við vottorð á undanförnum árum. Frá 2018 hefur heilbrigðisstarfsfólk heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu gefið út rúmlega 500 þúsund vottorð, og vega þar vottorð um fjarvistir að kröfu atvinnurekenda vegna veikinda til skemmri tíma og vegna heilsufars nemenda til skóla þyngst.

Starfshópurinn leggur því til m.a. að ekki verði gefin út læknisvottorð til vinnuveitenda eða skóla fyrir veikindi sem krefjast ekki heilbrigðisþjónustu, þ.e. ekki verði gefin út læknisvottorð fyrir færri en sjö daga veikindi. Einnig er lagt til að skoðað verði að hækka gjaldið fyrir vottorð fyrir skemmri veikindi en viku til vinnuveitanda sé þeirra krafist.

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög starfshópsins að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna sem ráðherra er heimilt að setja samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012.

 

Tillögur starfshóps um vottorð

Drög að reglugerð starfshópsins

Málið í samráðsgátt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum