Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2023

Rithöfundurinn Sjón á Indlandi

Rithöfundurinn Sjón heimsótti Indland um síðustu mánaðamót í boði samtakanna Literature Across Frontiers. Kynnti hann verk sín í Delhí og Kerala-fylki ásamt sex öðrum rithöfundum frá Bretlandi, Georgíu, Lettlandi og Spáni. Dagskráin er skipulögð með stuðningi sendiráðsins og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Í Nýju Delí las Sjón úr verkum sínum í Eureka-bókabúðinni í samvinnu við Bookaroo-bókmenntahátíðina og tók þátt í vinnustofu ritlistardeildar Ashoka-háskólans. Fór rithöfundahópurinn síðan til Kerala-fylkis og tók þátt í alþjóðlegu bókmenntahátíðinni Mathrubhumi International Festival of Letters. Í Nýju Delí bauð sendiherra til móttöku til heiðurs Sjón og sóttu hana rithöfundar og útgefendur.  

 
  • Rithöfundurinn Sjón á Indlandi - mynd úr myndasafni númer 1
  • Rithöfundurinn Sjón á Indlandi - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum