Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heyrnarhjálp fær styrk vegna málþings um stöðu fólks með heyrnarskerðingu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra á Íslandi, styrk til að standa fyrir málþingi um stöðu fólks með heyrnarskerðingu eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og áherslur til framtíðar.

Heimsfaraldurinn leiddi til þess að margt fólk með heyrnarskerðingu einangraðist og félagsleg samskipti minnkuðu. Ástæða þykir til að skoða þau áhrif nánar og fara í saumana á því hvernig sporna megi við langtímaáhrifum faraldursins. Á málþinginu verður farið yfir stöðu mála og unnið í vinnustofum þar sem mótaðar verða tillögur um aukna samvinnu og skýrari samræmingu í þjónustu við hópinn.

Styrkurinn nemur tveimur milljónum króna og er liður í viðbrögðum stjórnvalda við að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum