Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Beint streymi: Samráðsþing um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Fjölmennt samráðsþing stendur nú yfir í Hörpu og fjallar um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að þinginu standa félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp.

Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Landsáætlunin markar tímamót, enda fer nú í fyrsta sinn fram heildstæð stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Markmiðið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.

Landsáætlunin mun ná til allra þeirra málefnasviða sem falla undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Henni fylgja skýrt skilgreind markmið og aðgerðir til að ná markmiðunum. Við setningu markmiðanna verða settir fram mælikvarðar og framvindan verður síðan metin á árlegu samráðsþingi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum