Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti varadómanda við Endurupptökudóm

Þann 23. desember 2022 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar eitt embætti varadómanda við Endurupptökudóm. Umsóknarfrestur rann út 9. janúar 2023 og bárust tvær umsóknir, frá Helga Birgissyni lögmanni og Jónasi  Þór Guðmundssyni lögmanni.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendurna og er það niðurstaða nefndarinnar að þeir séu jafn hæfir til að gegna embætti varadómanda við Endurupptökudóm og ekki verði gert upp á milli þeirra að því er það varðar.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti varadómanda við Endurupptökudóm.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum