Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2023 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Síðasta eftirfylgni með innviðaátaki stjórnvalda

Þriðju og síðustu eftirfylgni innviðaátaks stjórnvalda í kjölfar óveðursins sem geisaði í desember 2019 er nú lokið. Vinnu við um 70% skammtímaaðgerða var að fullu lokið í lok árs 2022 og vinna hafin við þær allar. Þá er vinna hafin við 95% langtímaaðgerða og um 40% þeirra lokið eða þær komnar vel á veg.

Aðgerðaáætlun um uppbyggingu innviða var samþykkt af ríkisstjórn 28. febrúar 2020 eða fyrir sléttum þremur árum. Í áætluninni voru settar fram 287 nýjar aðgerðir. Voru 79 þeirra skilgreindar sem skammtímaaðgerðir og átti að ljúka á árinu 2021 en 207 voru langtímaaðgerðir sem ná til tímabilsins 2021-2030.

Úrvinnsla ríflega eitt hundrað aðgerða tafðist að hluta í vinnslu vegna heimsfaraldursins. Þessar aðgerðir eru nú allar hafnar og er áætlað að þeim ljúki á árinu 2023. Fáeinar aðgerðir eru í bið vegna lagasetningar.

 

Aðgerðirnar í átakinu snúa m.a. að úrbótum á varaafli, auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, samræmingu skipulags innviða, eflingu almannavarnakerfisins, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá.

Öllum stórum fjárfestingaaðgerðum innviðaátaksins er lokið sem og viðgerðum vegna tjóns á innviðum í fárviðrinu. Öllum sérstökum aðgerðum til styrkingar stoðveitu á 141 stað í fjarskiptakerfinu var lokið á árinu 2020. Aðgerðum til styrkingar varaafls flutningskerfisins með öflun 10 1MW færanlegra varaaflstöðva sem eru nú tilbúnar til notkunar, flýtingu viðgerða í flutningskerfinu og flýtingu jarðstrengjavæðingar vegna bilana í dreifikerfinu er lokið.

Vefsvæði innviðaátaksins hefur verið uppfært en þar er að finna lýsingu á öllum verkefnum og stöðu þeirra um síðustu áramót.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum