Hoppa yfir valmynd
3. mars 2023 Forsætisráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Síðasti fundur Vísinda- og tækniráðs í núverandi mynd

Vísinda- og tækniráð kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en þetta var síðasti fundur ráðsins í núverandi mynd. Hlutverki og heiti ráðsins var breytt með lögum sem taka gildi 1. apríl nk.

Með breytingunum verða ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk ráðsins aðskilin þannig að annars vegar verður starfandi ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun og hins vegar sjálfstætt og faglegt Vísinda- og nýsköpunarráð. Ráðið verður skipað níu fulltrúum sem forsætisráðherra skipar í samráði við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á grundvelli tillagna sérstakrar tilnefningarnefndar.

Á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag, sem var sá 45. í tuttugu ára sögu ráðsins, ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðu aðgerða í Vísinda- og tæknistefnu 2020-2022. Þá fjallaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um skilvirkari og bætt fjárframlög til háskóla. Loks kynntu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra helstu áherslur á málefnasviðum sinna ráðuneyta sem tengjast áherslum Vísinda- og tækniráðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum