Hoppa yfir valmynd
3. mars 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Streymi af þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu

Mikill áhugi er á þátttöku í að móta framtíð skólaþjónustu. Alls hafa tæplega 500 skráð sig til þátttöku á þjóðfund mennta- og barnamálaráðherra í Hörpu á mánudag. Þjóðfundi verður streymt á vef Stjórnarráðsins með táknmálstúlkun.

Tilgangur þjóðfundarins er að ræða niðurstöður samráðs um ný heildarlög um skólaþjónustu, varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu. Að framsögu lokinni tekur við hópvinna þar sem þátttakendur ræða ýmis álitamál varðandi skólaþjónustu og leita lausna í sameiningu.

Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í haust áform sín um að leggja fram ný heildarlög um skólaþjónustu. Haldin var ráðstefna um áformin og samráð í húsfylli á Grand Hótel Reykjavík í haust. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir umfangsmikið samráðsferli við fjölbreyttan hóp haghafa þar sem m.a. um 300 manns tóku þátt á rafrænum samráðsfundum í desembermánuði. Eins hafa mörg hundruð börn og ungmenni vítt og breitt um landið tekið þátt í ferlinu í gegnum netkannanir, skólaheimsóknir og samráð við ungmennaráð og nemendafélög.

Niðurstöður fyrsta hluta samráðsferlisins sýna að töluverður samhljómur ríkir meðal ólíkra haghafa um áherslur og heildarsýn á skólaþjónustu á Íslandi en þó standa eftir ýmis mikilvæg  úrlausnarefni. Unnið verður að þessum lausnum á þjóðfundinum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum