Hoppa yfir valmynd
8. mars 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra flutti opnunarávarp á viðburði Evrópuráðsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í gær opnunarávarp á viðburði Evrópuráðsins þar sem fjallað var um réttindi kvenna og stúlkna á flótta í heiminum. Viðburðurinn fór fram í New York í tengslum við 67. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra m.a. um marglaga misrétti sem blasir við konum og stúlkum á flótta, viðkvæma stöðu þeirra og nauðsyn þess að finna leiðir til að vernda réttindi þeirra.

Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir og var viðburðurinn skipulagður í samstarfi við íslensk stjórnvöld.

Forsætisráðherra átti einnig fund með Aminu Mohammed, varaframkvæmdastýru Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum ræddu þær horfur í baráttunni gegn kynjamisrétti og áhrif tæknibreytinga á kynin. Þá ræddu þær sérstaklega stöðu kvenna á stríðshrjáðum svæðum á borð við Afganistan og Úkraínu.

Þá átti forsætisráðherra fund með hópi afganskra kvenna sem taka þátt í fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þar var rætt um hina ört versnandi stöðu kvenna og stúlkna í landinu í kjölfar valdatöku talibana í ágúst 2021 og hvernig Ísland geti best komið að gagni við að leggja baráttu afganskra kvenna fyrir mannréttindum og aðgangi að menntun lið.

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Amina Mohammed, varaframkvæmdastýra Sameinuðu þjóðanna.  - mynd
  • Forsætisráðherra flutti opnunarávarp á viðburði Evrópuráðsins - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum