Hoppa yfir valmynd
10. mars 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum lagt fram

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.

Markmið frumvarpsins er einkum að koma á nýjum styrkjaflokki innan Kvikmyndasjóðs sem ætlað er að styðja við framleiðslu, sölu og dreifingu leikinna sjónvarpsþáttaraða. Styrkjaflokkurinn byggist á aðgerðinni Nýr fjárfestingarsjóður sjónvarpsefnis sem sett var fram í kvikmyndastefnu stjórnvalda frá árinu 2020,

„Styrkirnir verða veittir með skilyrðum um endurheimt þeirra nái verkefni ákveðnu tekjumarki. Hluti hagnaðar af sölu og dreifingu rennur því til baka í Kvikmyndasjóð, sem mun efla hann og auka tækifæri til framleiðslu nýs sjónvarpsefnis,“ segir meðal annars í frumvarpinu.

Í frumvarpinu er lagt til að Kvikmyndasjóður fái heimild til að veita styrki með svipuðum skilyrðum um endurheimt og Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn. Í frumvarpinu er líka lagt til sérstakt ákvæði um varðveislu kvikmyndaarfs.

„Markmið ákvæðisins er að undirstrika mikilvægi varðveislu þess kvikmyndaarfs sem Ísland býr yfir.“

Einnig er lagt til að Kvikmyndamiðstöð Íslands efli kvikmyndafræðslu á Íslandi.Ráðherra leggur til þá breytingu að setja hámarksskipunartíma forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands þannig að sami einstaklingur geti aðeins verið skipaður tvisvar sem forstöðumaður safnsins. Samræmist þetta skipunartíma forstöðumanna annarra opinbera stofnana á sviði lista.

Þá er lögð til breyting á gjaldskrárheimild Kvikmyndasafns Íslands í þeim tilgangi að uppfæra gjaldskrá með tilliti til tæknibreytinga sem orðið hafa á síðastliðnum árum.Að lokum er lögð til breyting á orðalagi reglugerðarheimildar um að í reglugerð verði kveðið á um meginskiptingu fjárveitinga Kvikmyndasjóðs milli einstakra greina kvikmyndagerðar falli brott í þeirri mynd og horft verði til þess að annað fyrirkomulag verði tekið upp.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum