Hoppa yfir valmynd
10. mars 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vel heppnuð vinnustofa um opin vísindi

Vel heppnuð vinnustofa um opin vísindi  - myndUnsplash / Kaitlyn Baker

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóð nýlega fyrir vinnustofu um opin vísindi. Vinnustofuna sóttu um 30 einstaklingar frá háskólum landsins, bókasöfnum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum ásamt fulltrúum Rannís, Auðnu tæknitorgs og Hugverkastofu sem hafa víðtæka reynslu af rannsóknum og stoðkerfi rannsókna. 

Vinnustofan er liður í stefnumótum um opin vísindi og var fyrsta samráð við hagaðila en þátttakendum var skipt í hópa þar sem rætt var um helstu tækifæri og áskoranir þegar kemur að opnum vísindum. Umræður og kynningar hópanna voru bæði áhugaverðar og líflegar og áttu hóparnir það flestir sameiginlegt að sjá mikil tækifæri í opnum vísindum á Íslandi, sértaklega þegar kemur að samnýtingu rannsóknagagna. Þá var einnig bent á að opnum vísindum fylgi talsverðar áskoranir og í því skyni voru ræddar breytingar á hugarfari með nýrri tækni, eignarhaldi á niðurstöðum, gagnaöryggi og persónuvernd.

Þátttakendur fengu einnig það verkefni að forgangsraða í því skyni að koma með skýr skilaboð fyrir stjórnvöld á sviði opinna vísinda. Nokkur samhljómur var á milli hópa sem langflestir bentu á mikilvægi fræðslu og leiðbeiningar varðandi þessi mál ásamt brýnni þörf fyrir skýrara regluverk og stjórnun. 

Í kjölfar vinnustofunnar verða helstu niðurstöður greindar og þær nýttar til að móta næstu skref við stefnumótunina. Lögð verður áhersla á að fylgja þeirri skýru forgangsröðun sem kom fram hjá þátttakendum vinnustofunnar við áframhaldandi vinnu um opin vísindi.

 

  • Vel heppnuð vinnustofa um opin vísindi  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Vel heppnuð vinnustofa um opin vísindi  - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum