Hoppa yfir valmynd
13. mars 2023 Matvælaráðuneytið

Samantekt gerð á nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu

 Samantekt gerð á nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu - myndiStock/Viktor Hladchenko

Að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra hófst vinna á vormánuðum 2022 við gerð vegvísis um nýtingu á lífrænum efnum í landbúnaði og landgræðslu. Þörf er á að bæta nýtingu lífrænna efna, m.a. til að koma í veg fyrir neikvæð loftslagsáhrif vegna förgunar. Betri nýting lífrænna efna dregur einnig úr þörf á innflutningi áburðar og fóðurs. Það síðarnefnda spilar að auki hlutverk gagnvart fæðuöryggi landsins.

Verkfræðistofan Efla stýrði verkefninu í samstarfi við stofnanir ráðuneytisins og hagaðila. Nú liggur fyrir samantekt á stöðu nýtingar lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu. Einnig eru settar fram tillögur að meginmarkmiðum og aðgerðum sem nýtast við mótun stefnu og aðgerðaáætlana í landbúnaði, landgræðslu, skógrækt, lagareldi og sjávarútvegi.

Skjalið hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum