Hoppa yfir valmynd
16. mars 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs

Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs - myndVíðir Björnsson

Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 14. mars þar sem 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir.

Að þessu sinni voru 37 milljónir til úthlutunar. Hönnunarsjóður heyrir undir menningar-og viðskiptaráðuneytið.

Alls bárust 101 umsóknir í almenna styrki um 250 milljónir og 49 umsóknir um ferðastyrki. Hönnunarsjóður stækkaði upp í 80 milljónir í byrjun árs og samhliða því var gerð sú breyting á úthlutunum að almennir styrkir urðu að hámarki 10 milljónir og ferðastyrkir hækkuðu upp í 150 þúsund krónur hver.

Fjölnota ljósatré eftir Marimo Arkitekta, með fjölbreyttum ljósgjöfum sem hægt er að nota allan ársins hring og Inngilding heima, hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir, samantekt á rannsóknar- og hönnunarferli á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk eftir Birtu Fróðadóttur, Evu Huld Friðriksdóttur og Magneu Guðmundsdóttur hljóta hæstu styrkina í þessari úthlutun, fjórar milljónir hvor.

Stjórn sjóðsins í þessari úthlutun skipuðu Guðrún Inga Ingólfsdóttir, formaður stjórnar, Helgi Steinar Helgason, Friðrik Steinn Friðriksson, Gunnar Hilmarsson og Stefán Snær Grétarsson, en tveir síðarnefndu stigu inn sem varamenn sökum vanhæfis stjórnarmeðlima sem viku úr stjórn.

Lesa má nánar um verkefnin sem hlutu styrk á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum