Hoppa yfir valmynd
16. mars 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mosfellsbær tekur á móti allt að 80 flóttamönnum

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt 80 flóttamönnum.

Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Markmiðið er tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest .

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fagnar því að Mosfellsbær bætist í sístækkandi hóp sveitarfélaga sem undirrita samninga um samræmda móttöku flóttafólks. „Það er dýrmætt að fá Mosfellsbæ inn í þetta mikilvæga verkefni. Ég óska sveitarfélaginu til hamingju um leið og ég óska nýjum íbúum bæjarins velfarnaðar.“

Við hjá Mosfellsbæ fögnum þessu samkomulagi þar sem það setur skýran ramma utan um þá þjónustu sem við veitum flóttafólki. Það er mikilvægt sýna samfélagslega ábyrgð og taka vel á móti fólki á flótta,segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Þetta er áttundi samningurinn sem undirritaður er frá því í nóvember sl. um samræmda móttöku flóttafólks. Auk Mosfellsbæjar hefur Reykjavík skrifað undir samning, Árborg, Akureyri, Reykjanesbær, Hornafjörður, Hafnarfjörður og Múlaþing. 

 

 
Staðsetning sveitarfélaga sem undirritað hafa samninga um samræmda móttöku flóttafólks. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum