Hoppa yfir valmynd
20. mars 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Tekju- og eignamörk hækka um 7,4% frá 1. janúar 2023 en viðmiðin voru síðast hækkuð þann 1. júní 2022. Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:

Fjöldi
heimilismanna
Neðri
tekjumörk
á ári

Efri
tekjumörk
á ári 

Neðri
tekjumörk
á mánuði 
Efri
tekjumörk
á mánuði
 1  4.820.192  6.025.241 401.683  502.103
 2  6.375.093  7.968.866  531.258  664.073
 3  7.463.524  9.329.404  621.960  777.450
 4 eða fleiri  8.085.483  10.106.853  673.790  842.237


Eignamörk hækka úr 6.664.673 kr. í 7.157.858 kr.

Hækkunin tekur gildi samkvæmt leiðbeiningunum þann 1. janúar 2023.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum