Hoppa yfir valmynd
29. mars 2023 Dómsmálaráðuneytið

Karl Gauti Hjaltason skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Karl Gauti Hjaltason - mynd

Dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023.

Karl Gauti lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns árið 1996. Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetum á árunum 1989 til 1992 og fulltrúi og síðar staðgengill hjá embætti sýslumannsins á Selfossi frá 1992 til 1998. Hann var sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum frá 1998 til 2014 og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins frá 2014 til 2016.

Karl Gauti hefur átt sæti í almannavarnanefnd Vestmannaeyja og stjórn fræðslu- og starfsmenntunarsjóðs lögreglu. Þá var Karl Gauti settur sýslumaður á Hólmavík hluta úr sumri árið 1996 og settur lögreglustjóri í Reykjavík, rannsóknarlögreglustjóri og sýslumaður í Vestmannaeyjum til að rannsaka einstök sakamál. Auk þess hefur Karl Gauti setið í tveimur starfshópum á vegum innanríkisráðuneytisins í málefnum sem tengjast lögreglu. Karl Gauti var kjörinn á þing árið 2017 og sat sem þingmaður til ársins 2021.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum