Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra býður til samtals um sjálfbært Ísland

Frá fundi Sjálfbærniráðs. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður á næstu vikum til opinna samráðsfunda um landið þar sem rætt verður um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara.

Drög að grænbók um sjálfbært Ísland verða einnig til umfjöllunar á fundunum en drögin voru kynnt á fundi Sjálfbærniráðs sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Grænbókin sem unnin er í víðtæku samráði stjórnvalda við sveitarfélög, atvinnulíf, samtök launafólks og fjölda félagasamtaka, er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun en hún verður til kynningar og samráðs í Samráðsgátt stjórnarráðsins frá og með mánudeginum næsta.

Katrín Jakobsdóttir: „Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ná fram raunverulegum árangri á sviði sjálfbærrar þróunar. Þar er raunhæf stefna auðvitað undirstaðan og ég hlakka til að sjá niðurstöður þeirrar vinnu sem nú er framundan og mun byggja á víðfeðmu samráði um landið allt.“

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

17. apríl kl. 16:00 Akureyri (Hof)

18. apríl kl. 16:00 Kópavogur (Salurinn)

24. apríl kl. 16:00 Borgarnes (Hjálmaklettur)

25. apríl kl. 16:00 Selfoss (Hótel Selfoss)

26. apríl kl. 10:00  (Frestað) Höfn (Vöruhúsið)

26. apríl kl. 16:00 Egilsstaðir (Hótel Hérað)

27. apríl kl. 12:00 Ísafjörður (Edinborgarhús)

4. maí kl. 14:00 Fjarfundur fyrir allt landið í beinu streymi

Forsætisráðherra mun flytja opnunarávarp á öllum fundunum auk þess sem flutt verða stutt erindi frá sérfræðingum. Fundargestum verður svo skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðunum.

Nánari upplýsingar og skráning á fundina

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum