Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2023 Innviðaráðuneytið

Evrópskur verkefnishópur um fjármögnun almenningssamgangna fundaði á Íslandi

Fulltrúar í verkefnishópi ITF um fjármögnun almenningssamgangna ásamt gestum fundarins. - mynd

Evrópskur verkefnishópur um fjármögnun almenningssamgangna fundaði á Íslandi í lok síðustu viku. Hópurinn starfar á vegum alþjóðasamtaka samgönguráðherra, International Transport Forum (ITF), en Ísland hefur átt aðild að ITF um árabil. Hópurinn var skipaður á síðasta ári og stefnt er að hann ljúki vinnu sinni síðar á þessu ári. Innviðaráðuneytið sá um skipulagningu fundarins að þessu sinni.

Í verkefnishópnum eru 40 sérfræðingar frá 19 þjóðum, Alþjóðabankanum (World Bank) og Evrópusambandinu. Honum er ætlað greina þætti sem hafa áhrif á fjármögnunarþörf almenningssamgangna til framtíðar og meta mögulegar leiðir til að mæta henni. 

Hópurinn greinir einnig stefnumótandi þætti sem hafa áhrif á möguleika stjórnvalda að fjármagna almenningssamgöngur svo þær geti staðið undir hlutverki sínu í sjálfbæru samgöngukerfum framtíðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum