Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2023 Matvælaráðuneytið

Strandveiðar hefjast 2. maí

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. Alls verða 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu veiðitímabili.

Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því nú tæpum fimm prósentum sem er svipað og veiðitímabilið 2022 en þá var í fyrsta sinn svo stórum hluta leyfilegs heildarafla úthlutað til strandveiða.

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vegna svæðaskiptingu strandveiða en frumvarpið var samþykkt til framlagningar af ríkisstjórn 24. febrúar sl. Matvælaráðuneytið áréttar að verði frumvarpið að lögum kann að verða nauðsynlegt að gera breytingar á reglugerðinni fyrir árið 2023 til samræmis við lagasetningu Alþingis.

Komandi strandveiðisumar er það fimmtánda frá því strandveiðum var komið á, en strandveiðar eru stundaðar frá maí til ágúst.

Sjálfbærar og ábyrgar veiðar eru grunngildin í hugsuninni að baki strandveiðum. Þeim er jafnframt ætlað að opna tækifæri fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða til að reyna fyrir sér í sjávarútvegi með því að opna á takmarkaðar veiðar sem ekki teljast til aflamarks.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum