Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ráðherra kynnti íslenska nýsköpun og netöryggi fyrir Vísinda- og tækninefnd NATO

Vísinda- og tækninefnd NATO-þingsins fundar í Reykjavík dagana 25.-27. apríl. Helstu umræðuefni á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, loftslagsbreytingar, orkuskipti og netöryggismál, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti íslenska nýsköpun í umhverfismálum og netöryggi sérstaklega fyrir nefndinni.

Í ræðu sinni lagði ráðherra áherslu á möguleika Íslands til að verða land nýsköpunar þar sem lífsgæði eru með þeim hæstu í heimi og hagkerfið sjálfbært. Þá benti ráðherra á að vísindi, rannsóknir, nýsköpun og þekkingarsamfélag séu mikilvægustu verkfærin til að takast á við loftslagsbreytingar. Hér á landi séu það ekki aðeins jarðvarmi, vatnsorka og sjálfbær fiskimið sem stuðli að árangri á þessu sviði heldur einnig, og frekar, hugviti og þróun nýsköpunarlausna.

,,Ef metnaðarfull markmið um sjálfbærni og hringrásarhagkerfi eiga að nást á næstu árum er nauðsynlegt að samfélagið taki höndum saman og breyti bæði hugsunarhætti og hegðun á öllum sviðum,” sagði Áslaug Arna. ,,Aukið endurvinnsluhlutfall og notkun rafbíla er aðeins eitt lítið skref. Til að ná markmiðum þurfum við að nýta allar okkar auðlindir, m.a. með áherslubreytingum í menntakerfinu og með því að setja vísindi, nýsköpun og þróun í framsætið við ákvarðanatökur.”

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum