Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2023 Dómsmálaráðuneytið

Ásgerður Ragnarsdóttir sett dómari við Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029.

Ásgerður Ragnarsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði 2004 og meistaraprófi í lögum frá Cambridge-háskóla 2008. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2005 og fyrir Hæstarétti árið 2016. Að loknu embættisprófi starfaði hún sem lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og síðan sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt. Á árunum 2008-2018 var hún lögmaður á lögmannsstofu, þar af var hún einn af eigendum hennar 2012-2018. Í ársbyrjun 2018 var hún skipuð héraðsdómari og hefur gegnt því embætti síðan. Frá hausti 2021 hefur hún jafnframt verið forseti Félagsdóms og nokkrum sinnum tekið sæti í Landsrétti sem varadómari við úrlausn einstakra mála þar fyrir dómi. Þá hefur hún til að mynda átti sæti í kærunefnd útboðsmála 2013-2021, þar af sem formaður síðustu tvö árin, og í stjórn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 2009-2017. Þá hefur hún sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, meðal annars í réttarfari, og verið aðjúnkt við deildina frá árinu 2017. Hún hefur samið fræðirit á sviði eignaréttar ásamt öðrum og ritað fræðigreinar um lögfræðileg efni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum