Hoppa yfir valmynd
3. maí 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Öryggi nettengdra hluta

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnaði í dag norræna vefráðstefnu á vegum Staðlaráðs Íslands um öryggi tækja sem tengd eru netinu. Ráðstefnan var hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi sem ráðherra kynnti í nóvember síðastliðnum.

Nettengdum snjalltækjum fjölgar mjög og eru þau oft berskjölduð fyrir netaðgangi annarra og tölvuárásum. Dæmi um slík tæki eru leikföng, snjallúr, snjallsjónvörp og öryggismyndavélar á heimilum.

Á ráðstefnunni var meðal annars rætt um þróun í lagasetningu erlendis um öryggi hlutaneta og tækifæri því tengt, merkingar á hlutanetsbúnaði sem gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er og mikilvægi þess að uppfæra reglulega hugbúnað og setja upp eigin notendanafn og lykilorð.

„Þátttaka og framlag Íslands í alþjóðlegri umræðu um netöryggismál skiptir máli þar sem netið virðir fá landamæri. Öryggi fjarskipta og netöryggi er vaxandi þáttur í viðnámsþrótti og samkeppnishæfni samfélagsins. Þessi ráðstefna undirstrikar mikilvægi þess að fylgjast vel með því sem er til eftirbreytni erlendis og huga að grundvallar öryggi nettengdra hluta sem mörg okkar treysta í auknum mæli á í daglegu lífi,“ sagði Áslaug Arna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum