Hoppa yfir valmynd
4. maí 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úttekt á stöðu hitaveitna - beint streymi frá kynningu

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið býður til streymiskynningar á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar föstudaginn 5. maí, kl. 10.30.

Skýrslan var unnin af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í kjölfarið á fréttum um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum sl. vetur.  

Í skýrslunni er lagt mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina og hvernig þróun nýtingar hefur verið, en þar kemur m.a. fram að um 2/3 hitaveitna sem úttektin nær til sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Í skýrslunni eru einnig útlistaðar hvaða hindranir kunni að vera við frekari jarðhitaleit eða nýtingu, sem og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar.

Hitaveitur á Íslandi - Úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum