Hoppa yfir valmynd
19. maí 2023 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um viðbrögð við rafmagnseldum í skipum

Alþjóðleg ráðstefna um hættu, afleiðingar og viðbrögð við rafmagnseldum um borð í skipum verður haldin þriðjudaginn 23. maí nk. á Grand hótel. Ráðstefnunni fer fram á ensku og verður einnig streymt á vefnum. 

Kveikjan að ráðstefnunni eru áskoranir vegna eldhættu með nýjum orkugjöfum í farartækjum. Tilgangurinn er eiga samtal og samvinnu um leiðir og lausnir til að tryggja öryggi um borð í skipum af öllum stærðum og gerðum.

Samgöngustofa hefur séð um undirbúning ráðstefnunnar í samvinnu við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), slökkvilið, skipafélög, Slysavarnafélagið Landsbjörg, HMS, Landhelgisgæsluna og innviðaráðuneytið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum