Hoppa yfir valmynd
22. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

Norðurhópurinn ræðir þróun öryggismála í Norður-Evrópu

Norðurhópurinn ræðir þróun öryggismála í Norður-Evrópu - myndVarnarmálaráðuneyti Póllands

Í dag, 22. maí, funduðu varnarmálaráðherrar Norðurhópsins svonefnda í Legionowo í nágrenni Varsjár. Pólland fer nú með formennsku í Norðurhópnum.

Rætt var um ógnir og áskoranir í Norðaustur-Evrópu í kjölfar árásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu sem hefur umbreytt stöðu öryggismála. Full samstaða var um mikilvægi þess að halda áfram að styðja varnarbaráttu Úkraínu með hergögnum og öðrum stuðning. Á fundinum var einnig rætt um mikilvægi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Vilníus í júlí og eflingu sameiginlegra varnar bandalagsins.

Norðurhópurinn er vettvangur reglubundins samráðs líkt þenkjandi ríkja um öryggis- og varnartengd málefni. Hópinn skipa tólf ríki: Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Bretland, Holland, Þýskaland og Pólland. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, sótti fundinn fyrir hönd Íslands, í fjarveru utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum