Hoppa yfir valmynd
23. maí 2023 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2023-2024

Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2023-2024 - myndiStock/James Hendricks
Föstudaginn 12. maí 2023 rann út tilboðsfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum ex0406.xxxx fyrir tímabilið 1. júlí 2023 – 30. júní 2024.
Útboðsverð tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, þ.e. jafnvægisverði. Tilboð eru samþykkt frá hæsta boði til þess lægsta innan þess magns tollkvóta sem í boði er.

Samtals bárust fjögur tilboð í tollkvótana.

Tvö tilboð bárust um innflutning á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx, samtals 20.000 kg á meðalverðinu 14 kr./kg. Hæsta boð var 35 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 10.000 kg á jafnvægisverðinu 20 kr./kg.

Fjögur tilboð bárust um innflutning ostum, úr vörulið 0406.xxxx, samtals 60.000 kg á meðalverðinu 48 kr./kg. Hæsta boð var 202 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 15.000 kg á jafnvægisverðinu 50 kr./kg.

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli reglugerðar 338/2023:

Nautakjöt fyrir tímabilið júlí 2023 – júní 2024

 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

LL42 ehf

 

Ostur fyrir tímabilið júlí 2023 – júní 2024

 

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

15.000

Krónan ehf


Reykjavík, 23. maí 2023

Matvælaráðuneytið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum