40 milljarða lækkun skulda ríkissjóðs með endurkaupaútboði eigin skuldabréfa í evrum
Ríkissjóður fjármagnar kaupin með innstæðum í Seðlabanka Íslands og því lækka heildarskuldir ríkissjóðs um sem nemur tæplega 40 ma.kr. Kaupin eru liður í skulda- og lausafjárstýringu ríkissjóðs en bréfin eru á gjalddaga um mitt næsta ár.