Hoppa yfir valmynd
24. maí 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stuðningur við nýsköpun í opinberum sparnaði

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt Sveinbirni Inga Grímssyni, fulltrúa Ríkiskaupa. - myndLjósmynd: Krzysztof Jerzy Śmierzchała

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Ríkiskaup um nýsköpun í sparnaði hjá hinu opinbera. Samningurinn, sem gildir til eins árs, felur í sér stuðning við verkefni Ríkiskaupa um nýsköpun í opinberum sparnaði. Markmið verkefnisins er að draga úr ríkisútgjöldum með því að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri. Þá er það vilji beggja aðila að auka samstarf um nýsköpun og þróun hjá hinu opinbera. Samningurinn er mikilvægur þáttur í innleiðingu nýskapandi hugsunar í ríkisrekstri og hvernig hægt er að hugsa kerfi út frá nýjum lausnum.

Samningurinn var undirritaður á Nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór í gær. Samhliða því kynntu fjölmörg sprota- og nýsköpunarfyrirtæki nýjar og spennandi tillögur sem sendar voru inn í samkeppni sem Ríkiskaup stóðu fyrir í tengslum við verkefnið. Nýsköpunardagurinn er liður Nýsköpunarvikunni sem nú fer fram en þema dagsins í ár var Nýsköpun í opinberum sparnaði.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti opnunarávarp á nýsköpunardeginum. ,,Við eigum ekki og getum ekki gert hlutina eins og við höfum alltaf gert þá, verðum að nýta nýsköpun og nýjar lausnir, ekki bara af því að þær eru betri heldur eru þær líka hagkvæmari. Okkar ábyrgð sem stjórnmálamanna að hugsa hvernig við förum sem best með fjármuni," sagði ráðherra. ,,Þar sem vel er hlúið að nýsköpunarumhverfi spretta upp lausnir sem taka á úrlausnarefnum okkar samtíma."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum