Hoppa yfir valmynd
9. júní 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr samningur um tannlæknaþjónustu

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert nýjan samning um tannlæknaþjónustu. Þjónustan sem samningurinn fjallar um eru forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga. Samningurinn tekur við af þremur eldri samningum um sömu þjónustu.

Samningurinn gildir til og með 31. janúar 2024. Fyrir utan sameiningu fyrri samninga eru efnislegar breytingar takmarkaðar enda ætlunin að endurskoða gjaldskrár á samningstímanum. Þó hafa verið gerðar ýmsar breytingar á gjaldskrá sem ætlað er að bæta þjónustu og gera hana markvissari.

Samhliða var gerður samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga og Tannlæknafélags Íslands meðal annars um endurskoðun gjaldskrár á samningstímanum. Stefnt er að gerð langtímasamnings um sömu þjónustu sem tekur við af ofangreindum samningi með tilliti til niðurstöðu þeirrar vinnu sem unnin verður á samningstímanum. Jafnframt er vinna við gerð samnings um tannréttingar fram undan.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum