Hoppa yfir valmynd
15. júní 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sjö verkefni hljóta styrk úr Bókasafnasjóði árið 2023

Menningar- og viðskiptaráðherra ásamt styrkþegum úr Bókasafnasjóði. - myndDavíð Fjölnir Ármannsson

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað 20 milljónum króna úr Bókasafnasjóði. Sjóðnum bárust 30 umsóknir að þessu sinni og sótt var um rúmar 73 milljónir. Sjö verkefni hljóta styrk að þessu sinni.

„Verkefnin koma vítt og breitt af landinu og sum eru þess eðlis að þau nýtast bókasöfnum um allt land.Landsbókasafn - Háskólasafn fær hæsta styrkinn eða sjö milljónir króna fyrir átaksverkefni við skráningu nafnmynda í Gegni og er þar um að ræða mikilvægt verkefni sem mun gagnast öllum bókasöfnum landsins,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lista yfir styrkþega má finna í stafrófsröð hér fyrir neðan. 

Amtsbókasafnið á Akureyri - 3.000.000 kr.

Galopið bókasafn
Aðgengi að safninu aukinn og íbúum veittur aðgangur að safni án þess að starfsmenn séu á staðnum.

Borgarbókasafn Reykjavíkur - 3.100.000 kr.

Ráðstefna: almenningsbókasafnið sem samfélagsrými
Borgarbókasafnið ásamt Amtsbókasafni, Bókasafni Kópavogs, SFA og Nordic Libraries Together, efna til ráðstefnu um almenningsbókasafnið sem samfélagsrými.

Borgarbókasafn Reykjavíkur - 1.400.000 kr.

Svakalega sögusmiðjan - raddir barna
Í svakalegu sögusmiðjunni er lögð áhersla á að sýna börnum bókasafnið sem stað sköpunar og miðlunar með því að vinna saman að gerð tímarits. 3.000.000
Bókasafn Árborgar Barnabókahetjur heimsins. Verkefnið snýst um að leita uppi barnabókahetjur heimsins og kynna þær fyrir íbúum Árborgar. Verkefnið er samstarf Bókasafns Árborgar, fjölmenningarteymis sveitarfélagsins, leikskóla og frístundamiðstöðva.

Bókasafn Hafnarfjarðar - 500.000 kr.

Hittingarnir
Mánaðarlegir hittingar fyrir karlmenn þar sem hægt er að fræðast, læra og kynnast á eigin forsendum. Þar gefst tækifæri til að prófa sig áfram í nýju handverki, þróa með sér nýja færni, öðlast nýja þekkingu og mynda vinatengsl.

Landsbókasafn -Háskólabókasafn 2.000.000 kr.

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2023.
Samstarfshópur háskólabókasafna um opin vísindi/opinn aðgang stendur að alþjóðlegri viku opins aðgangs dagana 23. – 29. október 2023. Samstarfshópur háskólabókasafna vill miðla fræðslu til vísindasamfélagsins.

Landsbókasafn -Háskólabókasafn - 7.000.000 kr. 

Átaksverkefni við skráningu nafnmynda í Gegni.
Mikilvægi nafnmyndaskráningar hefur aukist í nýju bókasafnskerfi og nýir möguleikar hafa opnast. Aðgengilegar og áreiðanlegar upplýsingar um íslensk heiti, einkum mannanöfn, skipulagsheildir, viðburði, landfræðiheiti og íslensk hugverk, sem við og aðrar þjóðir getum nýtt. Mannanöfn og efnisorð eru í góðu lagi, en gera þarf átak í öðrum þáttum. Góð nafnmyndastjórnun eykur samræmi og gæði lýsigagna, flýtir fyrir skráningarvinnu og bætir leitarheimtur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum