Hoppa yfir valmynd
16. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra verður sendiherra velsældarverkefnis WHO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Hans Kluge, framkvæmdastjóri WHO í Evrópu. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið útnefnd sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. Champion for the WHO Well-being Economy Initiative) til næstu tveggja ára.

Markmið verkefnisins er að styðja við verkefni sem bæta velferð samfélaga og tryggja heilbrigðari, sanngjarnari og farsælli framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hlutverk sendiherra verkefnisins er að vekja athygli á velsældaráherslum á alþjóðavísu og kynna fyrir ríkjum heims og alþjóðastofnunum þau tækifæri sem felast í velsældarhagkerfum.

Forsætisráðherra ræddi hlutverk sendiherra verkefnisins á fundi með Hans Kluge, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, á velsældarþinginu sem haldið var á vegum forsætisráðuneytisins í Hörpu í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum