Hoppa yfir valmynd
27. júní 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2023

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2023 hefur verið birt ásamt fylgiskjölum á vef nefndarinnar. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa á tímabilinu mars 2019 til janúar 2023.

Kjaratölfræðinefnd gefur út tvær skýrslur á ári og er þetta sjötta skýrsla nefndarinnar. Skýrslan skiptist í tiltekna meginkafla sem fjalla um kjarasamninga gerða í yfirstandandi kjaralotu, efnahagsmál, launaþróun og launastig sem flokkað er eftir heildarsamtökum launafólks annars vegar og atvinnurekendum hins vegar. Einnig er í skýrslunni að finna samanburð á launum karla og kvenna. Í umfjölluninni er áherslan að mestu leyti á nýliðna kjaralotu en einnig að nokkru leyti á upphaf nýrrar kjaralotu á almennum markaði.

Kjaratölfræðinefnd hóf störf í desember 2019 og er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Markmið nefndarinnar er að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar og sameiginlegur skilningur aðila um laun og efnahag sem nýtast við undirbúning og eftirfylgni kjarasamninga á hverjum tíma.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum