Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2023 Matvælaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir vegna þróunarverkefna búgreina

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er til 2. október 2023.

Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og er þetta síðari úthlutun ársins.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afurð, stafrænu stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.
Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og feli í sér rannsóknir og þróunarverkefni.

Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falli undir kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.

Í garðyrkju eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska garðyrkju og falla undir ráðgjafaverkefni, kynningaverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni, verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurmenntunarverkefni.

Umóknir berist á Afurð.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum