Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fær kynningu á aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Frá vinstri: Sunna Diðriksdóttir, Anna Guðrún Björnsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Arnar Þór Sævarsson og Alfa Jóhannsdóttir. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Samband íslenskra sveitarfélaga í morgun þar sem hún fékk kynningu á aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025. Á fundinum kom fram að staðan er góð, innleiðing gengur vel og meðal annars er komið forvarnarteymi ofbeldis í alla grunnskóla landsins sem eru 178 talsins. Þá kom fram að viðbrögð starfsfólks skóla séu jákvæð við aðgerðaráætluninni og að þau telji hana gagnlega. Allar aðgerðir eru farnar af stað og margar þeirra komnar vel á veg.

Á mælaborði aðgerðaráætlunarinnar má sjá framgang hennar en þar er fylgt eftir þeim aðgerðum sem settar voru fram sem eru 26 talsins og skipt niður í sex meginþætti. Ábyrgðaraðilar aðgerða eru ýmist ráðuneyti, stofnanir og samtök. Mælaborðið er uppfært reglulega í samræmi við framgang mála. Mælaborðið má sjá hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum