Hoppa yfir valmynd
14. september 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óska athugasemda við framkvæmdareglugerð um aðliggjandi gámahafnir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskað eftir athugasemdum við framkvæmdareglugerð um aðliggjandi gámaumskipunarhafnir samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2003/87/EB.

Reglugerðin nær yfir þær hafnir þar sem hlutur umskipunar gáma fer yfir 65% af heildargámaumferð hafnarinnar, hafnir sem eru staðsettar utan ESB, en sem eru innan við 300 sjómílur frá höfn sem er undir lögsögu aðildarríkis ESB, sem og hafnir staðsettar í ríki utan ESB, en sem beita ráðstöfunum sem jafngilda tilskipuninni.

Frestur til að koma ábendingum á framfæri er til 20. september 2023.

EU Emissions Trading System (ETS) – neighbouring container transhipment ports

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum