Hoppa yfir valmynd
18. september 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði tekin til skoðunar út frá samkeppnishæfni, orkunýtingu og orkuskiptum

Guðrún Sævarsdóttir - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið það hlutverk að fara yfir starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði út frá samkeppnishæfni, orkunýtingu og orkuskiptum.

Á starfshópurinn m.a. að skoða hvort og þá hvernig skerpa þurfi á hlutverki fyrirtækja sem starfa á raforkumarkaði m.a. með tilliti til samkeppnissjónarmiða, framleiðslu, dreifingar, flutnings og sölu. Einnig á hópurinn að skoða hvort þróun regluverks, innviða- og viðskiptaumhverfis sé í takt við breyttar þarfir vegna orkuskipta og fjölbreyttari orkukosta.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Virkur og samkeppnishæfur raforkumarkaður er nauðsynlegur grundvöllur orkuskipta. Við gerð orkuskiptaáætlunar verður horft til metnaðarfullra markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu hringrásarhagkerfis.“

Meðal verkefna starfshópsins er að:

  • Skoða samkeppnisumhverfi fyrirtækja á raforkumarkaði
  • Skoða hvort þróun regluverks, innviða- og viðskiptaumhverfis sé í takt við breyttar þarfir vegna orkuskipta, fjölbreyttari orkukosta og meiri þátttöku notenda
  • Skoða möguleika á bættri orkunýtingu og minni orkusóun
  • Skoða hvernig raforkukerfið er í stakk búið til að taka við framleiðslu frá nýjum orkukostum með breytilegu framboði
  • Skoða rafeldsneytisþátt orkuskiptanna
  • Meta áhrif breytilegra orkugjafa á orkuverð 
  • Greina hindranir þess að orkufyrirtæki nýti orkukosti sem eru í nýtingaflokki í rammaáætlun

Þá á starfshópurinn í tillögum sínum að vinna drög að orkuskiptaáætlunþar sem horft er til annarra tengdra áætlana eins og aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og innviðaáætlunar fyrir orkuskipti. 

Starfshópinn skipa:

Guðrún Sævarsdóttir, formaður

Ari Trausti Guðmundsson

Tryggvi Másson

 

Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. maí 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum