Hoppa yfir valmynd
20. september 2023 Matvælaráðuneytið

Streymt frá málþingi Biodice um vistkerfisnálgun í náttúru Íslands

Streymt verður frá málþingi matvælaráðuneytisins og BIODICE um vistkerfisnálgun í náttúru Íslands. Þingið fer fram 21. september nk. á Hilton Nordica frá kl. 9.00 til 12.30.

Þar verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu.

Markmið málþingsins er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Efni málþingsins mun nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun setja þingið með ávarpi, fundarstjóri er Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs.
Málþingið er öllum opið, streymi verður aðgengilegt hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum