Hoppa yfir valmynd
22. september 2023 Matvælaráðuneytið

Verndun líffræðilegrar fjölbreytni ein stærsta áskorun samtímans

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra við setningu málþings Biodice. - myndDL

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti í gær málþing Biodice samstarfsvettvangsins um vistkerfisnálgun í náttúru Íslands.
 
Í máli ráðherra kom fram að vistkerfisnálgun væri eitt þeirra hugtaka sem væru rauður þráður í alþjóðlegum samþykktum og umræðu um verndun lífríkis á jörðinni. Lagði ráðherra áherslu á að vistkerfisnálgun væri skrifuð inn í stefnur matvælaráðuneytisins, hvort sem um væri að ræða matvælastefnu, stefnu um landgræðslu og skógrækt eða landbúnaðarstefnu. Í vinnu við stefnumörkun fyrir sjávarútveg og lagareldi væri einnig unnið með vistkerfisnálgun sem lykilhugtak.

„Verndun líffræðilegrar fjölbreytni er ein stærsta áskorun samtímans“ sagði ráðherra við opnun málþingsins. „Mikil hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á sér stað í heiminum og að stórum hluta er þessi hnignun lítt sýnileg. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að vistkerfisnálgun sé í forgrunni í allri stefnumörkun matvælaráðuneytisins.“

Markmið málþingsins var að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun.. Hugtakið var sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni auk þess sem lagt var mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar. Í framhaldinu mun efni málþingsins nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins.

Upptöku frá málþinginu má sjá hér.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum