Hoppa yfir valmynd
26. september 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Eldri borgarar á Norðurlöndum funda um loftslagsmál í Reykjavík - streymi

Eldra fólk og loftslagmál – báðum til gagns, er yfirskrift vinnustofu sem haldin verður á Nauthóli 27. – 28. september. Málstofan er á vegum samnefnds verkefnis sem er liður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Verkefnið gengur út á að efla samstarf milli hópa eldra fólks á Norðurlöndunum á sviði umhverfismála og vísar yfirskrift þess annars vegar til þess mikla mannauðs og þeirrar víðtæku þekkingar sem býr í frísku fólki á eftirlaunaaldri og hins vegar til þess gagns sem þetta fólk getur gert í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – í þágu komandi kynslóða.

Markmiðið er að virkja fleira eldra fólk í loftslagsmálum með því að skapa norrænan vettvang fyrir hugmyndaskipti, tengslanet, innblástur og góðar fyrirmyndir og stuðla um leið að varanlegri líkamlegri og andlegri heilsu þátttakenda.

Þátttakendur Málstofunnar, sem fram fer á ensku koma frá öllum Norðurlöndum. Dagskrá hennar samanstendur af stuttum erindum um starfsemi hópa eldri borgara frá Norðurlöndunum á sviði umhverfis- og loftslagsmála, pallborðsumræðum og hópavinnuauk kynnisferðar um Reykjanesskagann. Lokaafurð verkefnisins og málstofunnar verður skýrsla með grunnupplýsingum, samantekt frá málstofunni og ráðleggingum til stjórnvalda á Norðurlöndunum um það sem þau gætu gert til að styðja við starf aldraðra á sviði loftslagsmála.

Að verkefninu standa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en umsjón með því er í höndum ráðgjafarstofunnar Environice.

Málstofan er opin öllum áhugasömum, án endurgjalds en hún er einnig aðgengileg í streymi hér fyrir neðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum