Hoppa yfir valmynd
26. september 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Eygló Harðardóttir nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands

Eygló Harðardóttir - mynd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir.

Heilbrigðisráðherra skipar fimm manna stjórn Sjúkratrygginga Íslands í samræmi við lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Stjórnin skal staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Formaður stjórnarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur er ekki í samræmi við fjárlög.

Stjórnin er svo skipuð: 

Aðalmenn
• Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, formaður
• Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur, varaformaður
• Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
• Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
• Ólafía B. Rafnsdóttir, ráðgjafi

Varamenn
• Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður
• Kristín Hermannsdóttir, viðskiptafræðingur


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum