Hoppa yfir valmynd
27. september 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um stöðu í Landsrétti

Hinn 21. júlí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til setningar embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis dómara við réttinn. Sett verður í embættið til og með 28. febrúar 2029. Umsóknarfrestur var til 8. ágúst 2023 og bárust fjórar umsóknir um embættið.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur og er það niðurstaða nefndarinnar að Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embættið.

Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

 

Umsögn dómnefndar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum