Hoppa yfir valmynd
3. október 2023 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála

Forsætisráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála til eins árs í senn. 

Við úthlutun er horft til þess hvort;

  • verkefni hafi gildi og mikilvægi fyrir jafnréttismál,
  • verkefni búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hafi skýr markmið og mælikvarða.

Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið við úthlutun má finna í úthlutunarreglum.

  • Hver einstakur styrkur getur numið að hámarki tveimur milljónum króna. 
  • Heildarupphæð til ráðstöfunar haustið 2023 er 10.000.000 kr.
  • Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. október 2023.

Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrest eða sem berast með öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. 

Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga, einstaklinga, að þeim undanskildum sem sækja um styrk vegna doktorsverkefna, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða. Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja þær upplýsingar og gögn sem óskað er eftir á umsóknarvef. Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja þær upplýsingar og gögn sem óskað er eftir á umsóknarvef.

Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum gegnum netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum